Eftir hádegismat er farið í hvíld á öllum deildum. Fyrirkomulag hvíldar fer eftir aldri og þroska barnanna á hverri deild, yngri börnin sofa flest, en þau eldri hvíla sig og hlusta á sögur, eða tónlist. Svefn barna er í samvinnu við foreldra og best er að ræða þarfir og óskir við starfsfólk deilda en lágmarks svefntími barna er 30 til 45 mínútur. Svefn er skráður í Karellen ásamt því hve vel barn borðar.

Foreldrar þeirra barna sem sofa í skólanum eru beðnir um að koma með koddaver og teppi fyrir svefn barna sinna. Það er vegna hreinlætis, þá sefur hvert barn örugglega með sitt koddaver. Einnig er mun persónulegra að hvert barn sofi með sitt koddaver og teppi, börnin finna líka lykt að heiman sem getur hjálpað þeim að komast í ró og auðveldar þeim að sofna. Umhverfisstefna skólans tengist þessu líka því foreldrar sjá um þvott á koddaverunum og teppunum og sjá deildir um að láta foreldra vita þegar kemur að þvottatíma. Ef mikil veikindi eru eða ef upp koma lúsatilfelli eru foreldrar beðnir um að þvo oftar.

© 2016 - 2024 Karellen