Skólaárið 2020-2021 verða 25 nemendur fæddir árið 2016 á Smára, 17 stúlkur og 8 drengir.
Á haustönn er þemað okkar "Hafið." Við munum vera með grunnkennslu um hafið, fjöruna, ýmis dýr sem lifa í fjörunni og sjónum og tengjum þá vinnu m.a. inn í málhljóðavinnuna okkar, læsi, söngva, bækur, hreyfingu og listsköpun. Hér fyrir neðan er hægt að sjá námsskrá (dagatal) fyrir hvern mánuð í senn og námsáætlun fyrir hverja viku fram í desember.
Starfsmenn á Smára í vetur eru:
Heiðrún Jóhannsdóttir, deildarstjóri - kennari
Dragana Kovacevic - leiðbeinandi
Margrét Elfa Jónsdóttir - leiðbeinandi
Eva Dís Guðmundsdóttir - sérkennari
Greta Kristín Hilmarsdóttir - leikskólakennari
Hér má sjá námsskrár (dagatöl) skólaárið 2020-2021