Foreldrafélagið Vinarót var stofnað 13.febrúar 1996
Lög félagsins:

1.gr. Félagið heitir foreldrafélagið Vinarót og eru allir foreldrar/forráðamenn barna á leikskólanum Kiðagili sjálfkrafa félagar. Félagið er einnig opið starfsfólki Kiðagils.
2.gr. Markmið félagsins er að tryggja sem besta velferð barna í leikskólanum Kiðagili og styrkja samskipti milli foreldra/forráðamanna, starfsfólks og barna.
3.gr. Leiðir að markmiðum skal félagið ræða á aðal- eða félagsfundi. Öllum félagsmönnum er frjálst að koma með tillögur til stjórnar um fræðsluefni, uppákomur eða annað það sem mætti styrkja eða efla félagið. Haldin skal fundargerðarbók og bókfæra allar ákvarðanir, bæði á almennum félagsfundum sem og stjórnarfundum.
4.gr. Aðalfundur skal haldinn að hausti ár hvert á tímabilinu 1. október til 15. nóvember og skal hann boðaður með minnst viku fyrirvara.
5.gr. Stjórn félagsins skulu skipa 6 foreldrar ásamt 1 starfsmanni frá leikskólanum. Leikskólastjóri skal einnig sitja stjórnarfundi ef þurfa þykir. Stjórnin skal halda 7-9 fundi á ári og oftar ef þurfa þykir.
6.gr. Lögum félagsins má einungis breyta á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 3 dögum fyrir auglýstan aðalfund.
7.gr. Gjöld félagsins skulu innheimt tvisvar á ári, 1.september og 1.febrúar, í gegnum heimabanka.
8.gr. Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og renna eignir þess þá til Leikskólans Kiðagils.

Félagsgjöldin skulu ákveðin á aðalfundi ár hvert. Félagsgjaldið er kr. 2.500.- tvisvar á á ári / systkinagjald kr. 2.000. tvisvar á ári.
Kennitala félagsins er 531106-1480.
Stjórn Foreldrafélagsins veturinn 2020-2021 skipa:

Formaður:
Varaformaður:
Gjaldkeri:
Ritari:
Meðstjórnandi:

© 2016 - 2024 Karellen