news

Bókavika á Kiðagili

18. 09. 2020

Í síðustu viku vorum við með bókaviku í tilefni dags læsis sem er 8. september ár hvert. Nemendur fá með sér "læsisbein" heim og koma síðan með það í skólann, merkt nafni, bókarheiti og dagsetningu. Þetta gerum við til að vekja áhuga á læsi, hvetja foreldra til að lesa meira með börnum sínum og einnig til að deila bókartitlum :) Ár hvert er þátttakan framúrskarandi hjá foreldrum.

© 2016 - 2020 Karellen