news

Engjarós: Auðhumla og mjaltastúlkan

16. 09. 2021

Í síðustu viku fóru nemendur á Engjarós í göngutúr í blíðunni. Við fórum alla leið að MS og gafst gott tækifæri til að æfa umferðarreglur og heiti á staðháttum á leiðinni. Við lærðum t.d. um Glerá, Súlur og Hliðarfjall. Þegar komið var að MS skoðuðum við styttuna af Auðhumlu og mjaltastúlkunni sem Ragnar Kjartansson gerði, fræddumst örlítið um kýr og hvernig var mjólkað í gamla daga og skoðuðum styttuna hátt og lágt. Við gerðum svo eins og sannir listamenn sem teikna úti í náttúrunni og teiknuðum mynd af Auðhumlu. Þegar allir voru búnir að teikna héldum við tilbaka í leikskólann.

© 2016 - 2021 Karellen