news

Engjarós: Berjamó

26. 08. 2021

Í dag, fimmtudag, fórum við á Engjarós í gönguferð. Við ákváðum að fara í móana fyrir ofan Vestursíðu og athuga hvort að við myndum finna einhver ber. Og það gerðum við svo sannarlega, nóg af bláberjum á þúfunum. Nemendur fengu allir dollu og tíndu í þær, sumir voru duglegir að tína og vildu fylla, aðrir tíndu meira í munninn og aðrir höfðu lítinn áhuga eins og gengur og gerist :) Við áttum góða stund á þúfunum og börnin voru mjög áhugasöm að tína, skoða muninn á bláberjum og krækiberjum, muninn á lynginu og svo fundum við líka nokkrar köngulær. En það tilheyrir. Sumir nemendur voru ákveðnir í að taka berin með sér heim en aðrir kláruðu sín á leið heim í leikskólann :) En ferðin var mjög skemmtileg, aflöppuð og allir undu sér vel.

© 2016 - 2024 Karellen