news

Engjarós_ Slökkvilið Akureyrar í heimsókn

05. 11. 2021

Á fimmtudaginn komu þeir Jói og Maron frá Slökkviliði Akureyrar í heimsókn á Engjarós en þeir voru staðgenglar fyrir þau Loga og Glóð. Logi og Glóð eru slökkviálfar sem heimsækja leikskóla landsins og kynna og fræða elstu börnin um eldvarnir. Þeir sýndu okkur slökkviliðsbúning, ræddu um eldvarnir, við fengum að sjá og skoða slökkvibílinn og allir fengum svo verkefnahefti, viðurkenningaskjal og bókamerki til að fara með heim. Í vetur verða svo börnin aðstoðarmenn slökkviliðsins og munu fara reglulega um leikskólann, tvö og tvö saman og taka út eldvarnir leikskólans.

© 2016 - 2021 Karellen