news

Engjarós: Strætóferð og Lystigarður

02. 09. 2021

Já nú dregur heldur betur til tíðinda! Í dag fórum við í strætóferð, já við höfum ekki farið í strætó í rúmt ár og því var mikil spenna í loftinu. Við fórum semsagt með strætó í Lystigarðinn. Við fórum yfir umgengisreglur um garðinn, fórum yfir brúna, að gosbrunninum, skoðuðum flóruna og blómin, fundum fullt af styttum, skoðuðum ljósmyndasýningu þar sem Elfa okkar á eina mynd og lékum okkur svo á túninu áður en við tókum strætó aftur heim. Á meðan við biðum eftir strætó lékum við okkur að því að finna stafi og númer á bílum sem keyrðu framhjá. Ferðin gekk mjög vel og voru börnin til fyrirmyndar bæði í strætó og ferðinni allri.

© 2016 - 2021 Karellen