news

Læsið er byrjað

10. 09. 2020

Nú er vetrarstarfið okkar hafið og læsisstundir eru byrjaðar hjá okkur. Fyrsta málhljóðið okkar er A og lásum við söguna í "Lubbi finnur málbeinið", sungum vísuna og lærðum táknið fyrir hljóðið A. Á Smára fundu 3-4 ára börn nokkur orð sem byrja á hljóði vikunnar og gerðu svo nokkur verkefni eins og t.d. að lita stafinn A, lita afa og ömmu og fleira. Lubbi fylgdist að sjálfsögðu spenntur með þessu öllu saman.

© 2016 - 2020 Karellen