news

Rafmagnslaus dagur á Smára

11. 01. 2021

Á föstudaginn var rafmagnslaus dagur hjá okkur. Þá eru öll ljós slökkt og rafmagn er notað í algjöru lágmarki. Nemendur fengu að koma með vasaljós að heiman og komu allskonar ljós: venjuleg, diskóljós, ljós með könguló í og seríur. Það var mikið fjör og gaman að leika með ljós og skugga og sjá t.d. hvernig dýrin stækkuðu eða minnkuðu á veggnum allt eftir því hvernig birtan var. Þá fóru þeir sem vildu með vasaljósin sín í útiveruna og höfðu gaman af.

© 2016 - 2021 Karellen