news

Sjóræningjadagur

18. 09. 2020

Í dag var sjóræningjadagur í leikskólanum. Á Smára fóru nemendur í fjársjóðasleit en Kobbi Kló laumaði fjársjóðskorti inn um gluggann hjá Indu skólastjóra sem var stílað til okkar á Smára. Við fórum í fjársjóðsleit og þurftum að leysa nokkrar þrautir á nokkrum stöðum á leið okkar að finna fjársjóðinn. Við gerðum m.a. 10 hopp, sungum "Höfuð, herðar, hné og tær", hoppuðum sjö sinnum sundur-saman, fórum yfir gangbraut með hendur upp í loft og upp á tær, knúsuðum vini og sungum "Í leikskóla er gaman". Kortið leiddi okkur að húsinu hennar Indu þar sem við fundum fjársjóðskistuna í kanínubúri. Þar var líka fullur poki af poppi sem við borðuðum í garðinum hjá Indu. Aldeilis skemmtilegur sjóræningjadagur að baki og allir kátir, glaðir og þreyttir eftir daginn.

© 2016 - 2020 Karellen