news

Smári - fjöruferð og sjóræningjadagur

17. 09. 2021

Við á Smára fórum í fjöruferð á miðvikudaginn. Við fórum með strætó niður í bæ og fórum í fjöruna sem er hjá líkamsræktarstöðinni Átak. Við byrjuðum á að sjá marglyttur í fjörunni, dauðan fisk og krossfisk sem á vantaði einn arm. Við fórum síðan annars staðar í fjörunni og fundum þá skeljar, fjaðrir og fallega steina. Ekki má gleyma að við sáum bóluþang og vorum nokkrum sinnum að spá í hvort að við hefðum fundið klettaþang en þanið var fast við steina. Nokkrum börnum fannst skemmtilegast að henda steinum í sjóinn, aðrir fóru að klifra í stóru steinunum. Einnig var einhver umræða um öldurnar.

Á föstudag var síðan sjóræningjadagur. Börnin fengu kort og fóru í fjársjóðsleit. Á leiðinni gerðu þau nokkur verkefni. Kistan fannst síðan í garðinum hjá Indu leikskólastjóra. Að lokum fengu allir popp.

© 2016 - 2024 Karellen