news

Smári: Gos tilraun

01. 06. 2021

Í síðustu viku var síðasta læsisstundin okkar og nú voru það málhljóðin hn og hr. Og þar sem það var hr fannst okkur tilvalið að skoða myndir af eldgosinu og hrauninu á Reykjanesi og bjuggum svo til myndir af eldfjallinu með pappír, sand og kreppappír. Á föstudaginn gerðum við svo tilraun til að búa til okkar eigið eldgos. Við vorum með gos, settum svo Mentos ofan í og horfðum á gosið gjósa. Þetta var hin mesta skemmtun og var mikil spenna, jafnt á meðal barnanna og kennaranna.

© 2016 - 2021 Karellen