news

Smári: Læsi Í-Ý

15. 10. 2020

Í vikunni var komið að málhljóðinu Í-Ý. Við fórum yfir stafinn, hvað hann segir og táknið hans, lásum söguna í bókinni Lubbi finnur málbein og sungum vísuna. Þá bjuggum við til Í og Ý úr pappír, æfðum okkur í tölum og talnagildum fyrir 1-5 og æfðum okkur að spora hringi (teikna eftir hringjum). Þá kom Sóley, sérkennslustjóri, með ígulker og sýndi okkur. Við fengum að snerta það, bæði að utan og innan, finna lyktina af því, sjá munninn á ígulkerinu og svo sýndi hún okkur myndband hvernig hún og fjölskylda hennar opnaði ígulkerin. Aldeilis skemmtilegt og áhugavert...og illa lyktandi! (fannst sumum).


© 2016 - 2020 Karellen