news

Smári: Leita að formum í umhverfinu

15. 10. 2020

Í dag fóru börnin á Smára í vettvangsferð þar sem við vorum að leita að formum í umhverfinu (hringjum, þríhyrningum, ferningum, hjörtum, sívalningum og fleira). Við tókum stuttan hring í kringum Giljaskóla og á vegi okkar urðu ýmis form. Við vorum með blað með okkur þar sem við merktum inn á hvaða form við sáum og af 9 formum fundum við 8. Á leið okkur bjuggum við líka til nokkur form úr okkur sjálfum, t.d. gerðum við hring, lögðumst á gagnstéttina og gerðum þríhyrninga og ferninga og svo bjuggum við til hjörtu með fingrunum. Góð og lærdómsrík ferð.
© 2016 - 2020 Karellen