news

Smári: Plokkdagur

26. 04. 2021

Dagur umhverfis er haldin hátíðlegur þann 25. apríl ár hvert og í kringum þann dag eru bæjarbúar hvattir til að fara út að plokka og tína upp rusl í sínu nánasta umhverfi. Við létum okkar ekki eftir liggja og í dag, mánudag, fórum við í göngutúr með poka með okkur og tíndum það rusl sem á vegi okkar varð. Nemendur voru mjög duglegir að finna allskonar rusl sem hafði safnast saman á túnum og inni í runnum eftir veturinn.
© 2016 - 2021 Karellen