news

Smári: Vorhátíð

02. 06. 2021

Vorhátíðin okkar var í gær með aðeins öðruvísi sniði en oft áður, en það kom ekki að sök þar sem allir skemmtu sér mjög vel. Fyrir hádegið voru hoppukastalar úti á lóð sem vekja alltaf mikla lukku, hægt var að kasta grjónapokum í fötur, kríta og fara í þrautabraut sem búið var að mála á stéttina. Þeir sem vildu fengu andlitsmálningu og í nónhressingu var boðið upp á grillaðar pylsur. Við borðuðum þær inni þar sem það rigndi úti. Ívar Helgason kíkti svo í heimsókn með gítarinn sinn og spilaði og söng nokkur lög með okkur. Aldeilis skemmtilegur dagur.
© 2016 - 2021 Karellen