news

Smári: síðasta læsisstund vetrarins

26. 05. 2021

Í dag var síðasta læsisstund vetrarins og nú voru það málhljóðin hn og hr. Þar sem veðrið var ljómandi gott ákváðum við að færa læsisstundina út á Rauða svæðið. Lesnar voru sögur dagsins, sungin lögin við málhljóðin, við stöppuðum atkvæði, Lubbi kíkti í heimsókn og svo var farið í verkefnavinnu. Þar sem það var málhljóðið hr var tilvalið að skoða eldgosið á Reykjanesi og ræða um hraun. Við fengum að skoða hraunmola sem kom úr þessu eldgosi og svo bjuggum við til eldgosamynd. Þá voru stöðvar þar sem hægt var að kasta tening og skrifa stafi, para saman stafi og tölur, para sama há- og lágstafi og para saman tölur og fjölda. Allir voru vel virkir, fóru á milli stöðva og unnu vel. Dásamleg læsisstund í sól og blíðu.




© 2016 - 2024 Karellen