news

Sóley: Steinavika

28. 06. 2021

Í síðustu viku var Steinavika í leikskólanum og fór allur hópurinn á Sóley í gönguferð að skoða steina og velja sér steina til að búa til úr listaverk. Allir völdu sér tvo steina sem þau svo máluðu og límdu saman með aðstoð kennaranna sinna og bjuggu til þessi fínu tröll sem þau fóru með heim á fimmtudaginn. Skemmtilegar umræður og verkefni.

© 2016 - 2021 Karellen