news

Sóley: Strætóferð í lystigarðinn á Sóley

15. 10. 2021

Á fimmtudaginn skelltu allir á Sóley sér í strætó niður í Lystigarð og þar gengum við um garðinn og settumst svo niður á pallinum og fengum okkur epli, lékum okkur smá stund og gengum svo alla leið niður í miðbæ, niður allar kirkjutröppurnar en við vorum aðeins of lengi á leiðinni og misstum af strætó :) En á meðan við biðum eftir næsta strætó lékum við okkur á torginu og þar var sko fullt af laufblöðum sem hægt var að láta fljúga upp í loftið og detta niður á næsta mann :) mjög skemmtilegt og allir svo ótrúlega duglegir og það voru glaðir og þreyttir krakkar sem komu upp í leiksskóla aftur beint í hádegismatinn og hvíldina. Takk fyrir skemmtilega strætó ferð.

© 2016 - 2021 Karellen