news

Vetrarleikar

13. 01. 2021

Okkar árlegu vetrarleikar voru í gær og í dag. Í gær voru Smári og Engjarós heima í garðinum og gerðu allskonar þrautir og verkefni. Það var til dæmis hægt að mála í snjóinn, fara í þrautabraut, klifra í kaðli upp á hól, kasta grjónapokum í fötu, kasta tening og gera æfingar, gera engla í snjóinn og fleira. Gleymér ei og Sóley fóru í gær í göngutúr eða að renna sér.

Í dag, miðvikudag, skiptum við svo. Sóley og Gleymér ei voru heima í garði og gerðu þrautir og Engjarós og Smári fóru í Vættagilsbrekkuna að renna sér. Nemendur komu með þotur eða þoturassa að heiman, við röltum að brekkunni og svo renndum við allmargar ferðir. Og þvílíkt fjör og þvílík gleði :) Við tókum svo smá pásu og fengum okkur kakó og kringlur og héldum svo áfram að renna áður en við röltum tilbaka í leikskólann. Mikil gleði :)


© 2016 - 2024 Karellen