news

Náðum okkur í greinar

28. 09. 2020

Á dögunum fór vaskur hópur nemenda af Smára í sendiferð í Drekagil. Við höfðum frétt af því að nokkrar greinar af reynitré hefðu fokið í rokinu og fannst okkur því alveg tilvalið að rölta og sækja okkur greinar til að hengja inn á deild. Nemendur létu ekki á sér standa og fóru létt með að bera tvær greinar í leikskólann, eina grein fyrir Smára og aðra grein fyrir Engjarós. Þetta var sko góð samvinna og hjálpsemi.

© 2016 - 2020 Karellen