Ýmsir fundir eru haldnir yfir skólaárið enda er skólastarfið í sífellu endurmati.

Leikskólinn lokar 48 klukkutíma á ári og er sá tími notaður til þess að ná öllum kennarahópnum saman og vinna í sameiginlegum skólamálum. Auk þess hittast deildarstarfsmenn á þessum dögum. Yfirlit yfir þessa fundi eru hér á Skóladagatal 2023-2024

Reglulega er einnig fundað í SMT teymi og SMT lausnateymi. Yfirlit yfir þá fundi er að finna hér: Ársáætlun SMT 2023-2024

Deildir skiptast á að leysa hvor aðra af í útiveru á föstudegi og skapast þá tími til fundahalda. Skipulag þessarra funda má skoða hér: Deilldar og starfsmannafundir 2023-2024

Hvern mánudag klukkan 13:00 hittast stjórnendur skólans og fara yfir liðna viku sem og komandi viku.

Foreldraráð fundar einu sinni á önn og oftar ef þörf krefur. Fundargerðir fara inn á heimasíðuna okkar undir Stjórnun/foreldraráð en hér er einnig hægtt að finna síðuna, Foreldraráð

Foreldrafélagið fundar einnig reglulega og fara fundargerðir þeirra á þessa síðu undir flipann Foreldrafélagið. Hér er flýtileið á þá síðu.

Starfsmannasamtöl eru tekin reglulega. Hér gefur að líta yfirlit snerpusamtala fyrir skólaárið 2021-2022

© 2016 - 2024 Karellen