Mat á skólastarfinu

Mati á skólastarfi er skipt í innra mat og ytra mat. Hér fyrir neðan má finna áætlanir um mat á skólastarfi Kiðagils skipt eftir því hvort það sé hluti af innra mati eða ytra mati. Við erum einnig með yfirlit yfir mat í skólanámsskrá, foreldrahandbók og í ársplani STM. Áætlunin til 4.ára gefur bestu yfirsýninga um hvert við erum að stefna.

Innra mat

Markmið innra mats er að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög og reglugerðir og aðalnámskrá leikskóla. Innra mat stuðlar að umbótum sem bætir skólastarfið og efli skólaþróun. Þættir innra mats fara eftir gæðaviðmiðum Akureyrar og er stöðugt í endurmati og skoðun í öllu starfi skólans.

Kiðagil- langtímaáætlun og ársáætlun 2022-2023

Innra mat Kiðagils 2020-2024 og skorkort

Stafaþekking:

Stafaþekking er gerð þrisvar á ári í leikskólanum. Markmiðið með henni er að kennarar sjái hverju leikskólalæsis kennsla þeirra skilar og til þess aðkoma auga á framfarir hvers og eins nemanda. Í stafaþekkingaprófi er bæði athuguð þekking á útliti bókstafa og einni hvort nemandi viti hvernig hljóð hann myndar.
Bókstafaþekking eyðublað deilda

Leikskólalæsi matslisti:

Matlistinn er settur upp eftir litum deilda. Það sem við viljum leggja áherslu á varðandi hverja deild er því augljóst öllum kennurum. Auðvellt er að tengja atriði úr matslistunum inn í námskrár deilda. Matslistinn er ávallt tekinn með í foreldrasamtal og yfirfarinn.

Matslisti Kiðagils með viðmiðum
Matslisti Kiðagils.

Ársplan deildarfunda og skipulagsdaga:

Deildarfundir, starfsmannafundir og skipulagsdagar 2023-2024.

Deildarfundir 2022-2023


Árshjól SMT er yfirlit skólaársins varðandi hvenær SMT reglur eru kenndar á deildum. Með því að setja upp skipulag komum við í veg fyrir að reglur gleymist og náum að halda taktinn í reglukennslu. Einnig kemur fram hvenær skráningavikur eru, fundir, gleðivikur og annað sem tengist SMT

Árshjól SMT 2023-2024.

Árshjól SMT 2022-2023


EFI2 Málþroskaskimun og Hljóm :

EFI2 er skimun á málskilningi og mjáltjáningu barna sem eru á 4.ári. Allir nemendur sem eru á Sóley fara í gegnum EFI2 á Kiðagili. Tilgangurinn er að finna þau börn sem eru með frávik í málþroska svo við getum gripið inní fljótt og vel. Foreldrar fá upplýsingar um útkomu EFI2 og eru hvattir til samstarfs í styrkingu málþroska og fá leiðbeiningar varðandi það hjá okkur. Það val foreldra hvort barnið þeirra taki þátt í EFI2 og/eða Hljóm.

EFI2 málþroskaskimun skráningarblað

Hljóm-2 er lögð fyrir elsta árgang leikskólans og er til að meta hljóðkerfis og málmeðvitund barna. Það er gert í því skyni að greina hvort þau eiga á hættu að eiga í lestrarerfiðleikum í grunnskóla. Slök hljóðkerfis og málvitund er talin vera aðalörsök lestrarvanda já 88% barna. Leikskólaárin eru því sérlega mikilvæg fyrir snemmtæka íhlutun.

Hljóm eyðublað til útfyllingar.


Gæðaviðmið

Gæðaviðmið skólans eru unnin í samræmi við Menntastefnu Akureyrarbæjar og verða innleidd á næstu þremur til fjórum árum.

Í júní ár skilar leikskólinn greinargerð um innra mat og umbótaráætlun um innra mat skólans.

Innramatsskýrsla Kiðagils 2020-2021

Innramatsskýrsla 2021-2022

Innramatsskýrsla 2022-2023

Gæðaráð/ innra matsteymi skólans sitja hagsmunaraðilar allra sem koma að skólanum.

Í gæðaráði skólaárið 2023-2024 sitja:

Skólastjóri: Inda Björk Gunnarsdóttir

Fulltrúi leikskólakennara: Heiðrún Jóhannsdóttir

Fulltrúi starfmanna einingar iðju: Linda Theódóra Tómasdóttir

Fulltrúi annarra starfsmanna: Sóley Kjerúlf Svansdóttir

Fulltrúi foreldra : Dagný Björg Gunnarsdóttir

Fundargerðir Gæðaráðs.

Fundaryfirlit gæðaráðs kiðagils


Ytra mat leikskólans:

Með ytra mati er átt við útttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum.

Set listi:

Kiðagil er SMT skóli og við vinnum eftir skólafærni SMT. Í skólanum gilda ákveðnar reglur og þær eru notaðar til að kenna nemendum. Á hverju hausti koma tveir óháðir utanaðkomandi matsaðilar og taka út SMT skólafærni á Kiðagili. Matsaðilarnir skila síðan skýrslu og út frá henni er gerð umbótaáætlun. Markmið skólans er ávallt að skora meira en 90% í SET listanum.

set listinn 2023 kiðagil

SET listi Kiðagils 2022
Umbótaáætlun Kiðagils vegna SET lista 2022

Set listinn 2020 niðurstöður
Umbótaáætlun vegna Set listans 2020

Set listi Kiðagils 2019
Umbótaáætlun vegna Set lista 2019

Set listi Kiðagils 2018







© 2016 - 2024 Karellen