Mat á skólastarfinu

Mati á skólastarfi er skipt í innra mat og ytra mat. Hér fyrir neðan má finna áætlanir um mat á skólastarfi Kiðagils skipt eftir því hvort það sé hluti af innra mati eða ytra mati. Við erum einnig með yfirlit yfir mat í skólanámsskrá, foreldrahandbók og í ársplani STM. Áætlunin til 4.ára gefur bestu yfirsýninga um hvert við erum að stefna.

Innra mat

Markmið innra mats er að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög og reglugerðir og aðalnámskrá leikskóla. Innra mat stuðlar að umbótum sem bætir skólastarfið og efli skólaþróun. Þættir innra mats fara eftir gæðaviðmiðum Akureyrar og er stöðugt í endurmati og skoðun í öllu starfi skólans.

Innra mat Kiðagils 2020-2024 og skorkort

Stafaþekking:

Stafaþekking er gerð þrisvar á ári í leikskólanum. Markmiðið með henni er að kennarar sjái hverju leikskólalæsis kennsla þeirra skilar og til þess aðkoma auga á framfarir hvers og eins nemanda. Í stafaþekkingaprófi er bæði athuguð þekking á útliti bókstafa og einni hvort nemandi viti hvernig hljóð hann myndar.
Bókstafaþekking eyðublað deilda
Matsblað-sjónræn-bókstafaþekking.

Leikskólalæsi matslisti:
Matlistinn er settur upp eftir litum deilda. Það sem við viljum leggja áherslu á varðandi hverja deild er því augljóst öllum kennurum. Auðvellt er að tengja atriði úr matslistunum inn í námskrár deilda. Matslistinn er ávallt tekinn með í foreldrasamtal og yfirfarinn.
Matslisti Kiðagils.

Ársplan deildarfunda og skipulagsdaga:
Deildarfundir 2020-2021.
Deildarfundir 2019-2020

Árshjól SMT er yfirlit skólaársins varðandi hvenær SMT reglur eru kenndar á deildum. Með því að setja upp skipulag komum við í veg fyrir að reglur gleymist og náum að halda taktinn í reglukennslu. Einnig kemur fram hvenær skráningavikur eru, fundir, gleðivikur og annað sem tengist SMT

Árshjól SMT 2020-2021

EFI2 Málþroskaskimun og Hljóm :

EFI2 er skimun á málskilningi og mjáltjáningu barna sem eru á 4.ári. Allir nemendur sem eru á Sóley fara í gegnum EFI2 á Kiðagili. Tilgangurinn er að finna þau börn sem eru með frávik í málþroska svo við getum gripið inní fljótt og vel. Foreldrar fá upplýsingar um útkomu EFI2 og eru hvattir til samstarfs í styrkingu málþroska og fá leiðbeiningar varðandi það hjá okkur. Það val foreldra hvort barnið þeirra taki þátt í EFI2 og/eða Hljóm.

EFI2 málþroskaskimun skráningarblað

Hljóm-2 er lögð fyrir elsta árgang leikskólans og er til að meta hljóðkerfis og málmeðvitund barna. Það er gert í því skyni að greina hvort þau eiga á hættu að eiga í lestrarerfiðleikum í grunnskóla. Slök hljóðkerfis og málvitund er talin vera aðalörsök lestrarvanda já 88% barna. Leikskólaárin eru því sérlega mikilvæg fyrir snemmtæka íhlutun.

Hljóm eyðublað til útfyllingar.


Gæðaviðmið

Gæðaviðmið skólans eru unnin í samræmi við Menntastefnu Akureyrarbæjar og verða innleidd á næstu þremur til fjórum árum.

Í júní ár skilar leikskólinn greinargerð um innra mat og umbótaráætlun um innra mat skólans.

Gæðaráð/ innra matsteymi skólans sitja hagsmunaraðilar allra sem koma að skólanum.

Í gæðaráði skólaárið 2020-2021 sitja:

Skólastjóri: Inda Björk Gunnarsdóttir

Fulltrúi leikskólakennara: Heiðrún Jóhannsdóttir

Fulltrúi starfmanna einingar iðju: Linda Theódóra Tómasdóttir

Fulltrúi annarra starfsmanna: Sóley Kjerúlf Svansdóttir

Fulltrúi foreldra : Dagný Björg Gunnarsdóttir

Fundargerðir Gæðaráðs.

1. gæðaráðsfundur 03.11.20.docx

2. gæðaráðsfundur 12.11.20.docx

3. gæðaráðsfundur 02.12.20.docx

Ytra mat leikskólans:

Með ytra mati er átt við útttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum.

Set listi:

Kiðagil er SMT skóli og við vinnum eftir skólafærni SMT. Í skólanum gilda ákveðnar reglur og þær eru notaðar til að kenna nemendum. Á hverju hausti koma tveir óháðir utanaðkomandi matsaðilar og taka út SMT skólafærni á Kiðagili. Matsaðilarnir skila síðan skýrslu og út frá henni er gerð umbótaáætlun.

Set listi kiðagils 2019

Umbótaáætlun vegna Set lista 2019

Set listi Kiðagils 2018© 2016 - 2021 Karellen