Frá því að Kiðagil opnaði árið 1995 hefur samstarf við nágrannagrunnskólann Giljaskóla verið mikið og gott. Fyrst um sinn þegar Giljahverfið var ungt, var helmingur af húsi Kiðagils notað undir starfssemi Giljaskóla.

Engjarós, sem er elsta deild Kiðagils, er með mesta samstarfið og hittast kennarar þeirra deildar og fyrstu bekkja kennarar Giljaskóla á fundi haust hvert til að setja niður heimsóknarskipulag. Skólaárið 2019-2020 er skipulag heimsókna eftirfarandi:

September:

 • Fundur hjá leikskólakennurum elsta árgangs á Kiðagili, í Tröllaborgum og grunnskólakennurum 1. bekkjar Giljaskóla. Ræða um kennslufyrirkomulag og setja niður nákvæmar dagsetningar fyrir heimsóknir.

Október:

 • Heimsókn elstu barna leikskólanna á bókasafn Giljaskóla. Bókasafnsvörður sér um móttöku og les fyrir börnin. Börnin fá að skoða bókasafnið og skólann með leiðsögn. Hafa samband við Ingunni á bókasafninu og fá tíma.

Nóvember:

 • Elstu börnin í leikskólunum taka þátt í kennslustund með 1. bekk og frímínútum.
 • Fimmtudagurinn 14. nóvember kl: 9:40. Börnin fara fyrst í frímínútur sem byrja 9:40, svo er nesti og þá leikstsund með 1. bekk.

Janúar:

 • Nemendur í 1. bekk grunnskólans koma í heimsókn í leikskólanna. Þar verður í boði leikefni frá leikskólanum (og útisvæði).
 • Þriðjudaginn 14. janúar 2020 kemur 1. bekkur úr Giljaskóla í heimsókn í leikstund.

Febrúar:

 • Elstu börnin fara í Giljaskóla í frímínútur, nesti og vinna verkefni með 1. bekk.
 • Fimmtudaginn 13. febrúar kl 9:40. Börnin fara fyrst í frímínútur, þá nesti og vinna svo verkefni í bekknum.

Mars:

 • Giljaskóli býður elsta árgangi leikskólanna á generalprufu vegna árshátíðar.
 • Árshátíð er 25. og 26. mars. Boðsmiðar frá Giljaskóla berast elstu börnum Kiðagils og skýrist þegar nær dregur.

Apríl:

 • Á eftir að athuga þetta: Leikskólinn kemur og skoðar Frístund og leikur í dágóða stund.

Maí:

 • Skilafundur milli leikskólakennara elsta árgangsins við grunnskólakennara sem taka við 1. bekk að hausti. Skipulagt síðar.
 • Giljaskóli skipuleggur að vori fund/heimsókn foreldra barna sem hefja eiga skólagöngu komandi haust. Markmið fundarins er að hitta hópinn, kynna skólann (húsnæði og leiksvæði) og benda á hvernig nýta má sumarið til að undirbúa börnin undir skólagönguna.
  Annað:
 • Stefnum að vorgrilli í maí við Giljaskóla þar sem 5. Bekkur, sem er þeirra vinabekkur, myndi vera með þeim.
 • Hitta elsta árgang á Tröllaborgum og blanda árganginum saman, einu sinni hér fyrir áramót og einu sinni hjá þeim.
 • Nemendur af Tröllaborgum verð með okkur í grunnskólaheimsóknum þannig að þau verði búin að hittast aðeins áður en þau fara í 1. Bekk.
© 2016 - 2021 Karellen