Í leikskólanum Kiðagili hefur löngum verið lögð áhersla á markvissa málörvun og umhverfi þar sem ritmál er sýnilegt í þeim tilgangi að vekja áhuga barna fyrir ritmálinu og hvetja til læsis. Vorið 2009 var ákveðið að hefja þróunarvinnu með þennan þátt skólastarfsisn og bar það verkefni heitið "leikskólalæsi". Kveikjan að þróunarverkefninu var að skapa verkfærti til að dýpka og stuðla að markvissari vinnubrögðum kennara með læsi barna á leikskólastigi. Verkefnið var unnið af kennurum Kiðagils í samvinnu við Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri. Um er að kennsluaðferð þar sem jöfnum höndum er unnið með merkingu máls og tæknilega þætti lestrarnámsins.

Unnið er með orðaforða, hugtakaskilning, tjáningu og sköpun ásamt rannsóknum og hlutbundnum viðfangsefnum með áherslu á leikinn. Leikskólalæsi tekur mið af heilstæðum þroska barnsins og þí er litið til allra þroskáþátta við skipulagningu náms og kennslu. Börn hafa ólíkan málfarslegan bakgrunn og með snemttrækri íhlutun ber leikskólum að minnka þennan mun sem hefur áhrif á sjálfsmynd barnanna og gengi í áframhaldandi námi. Þá má þó ekki verða á kostnað þeirra sem betur standa enda er Leikskólalæsið þannig upp byggt að það kemur til móts við börnin hvar sem þau seru stödd í þroskaferlinu. Leikurinn og umhverfið er nýtt til þess að kenna börnunum og fleyta þeim markvisst áfram að lifandi lestraráhuga.

Áherlsu í læsisnámi yngri barna í leikskóla.
 • Mál í daglegu lífi
 • Setja orð á athafnir-tala við börnin t.d. þegar þau klæða sig, fara í hægri ermina og setja á sig húfuna ofl.
 • Skoða bækur
 • Efla hugtakaskilning með því að gera sögur, söngva og hin ýmsu verkefni myndræn og áþreifanleg
 • Hlusta á lestur upp úr bókum-leiklesa, þ.e. lesa með leikrænum hætti
 • Nota vísur og þulur. Vinna með hrynjanda máls, klappa eða nota hljóðfæri til að slá taktinn
 • Grunnhugtök sem nota á í leik og starfi
 • Litir, form og tölugildi
 • Staðsetningar, stærðir og magn
 • Aldurshugtök, andstæður, tímahugtök
 • Hugtök tengd lkt, bragði, tilfinningum og líðan
Áherslur í læsisnámi eldir barna í leikskóla.
 • Heildarsýn á málið
 • Sundurgreining-taka orðin í sundur og setja saman, finna ný orðu út úr sama orði, fjalla um bókstafi og segja hljóð þeirra
 • Orðaforði-þegar bók er lesin eru orð útskýrð þegar þess gerist þörf
 • Hljóðgreining-að greina hljóð í orði, fyrsta hljóð og síðasta
 • Setningar-þau sem eru farin að lesa setningar geta leiksið með að finna myndir sem setningarnar passa við, skrifa stuttar setningar á tússtöflu
 • Ritun-krot og stafir, orð og setningar
 • Tal, tjáning og hlustun. En það er góð leið til að efla tjáningu að hvetja börn til að nýta sér málið í leiks og starfi. Merkja byggingar, spyrja spurninga og segja sínar skoðanir
© 2016 - 2020 Karellen