Foreldraráð Kiðagils: Foreldraráð skipa 3-4 foreldrar/forráðamenn sem kosnir eru að hausti til eins árs í senn. Helstu hlutverk foreldraráðs eru: Fjalla um og gefa umsögn til leikskólans og fræðsluráðs um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið. Fylgjast með framkvæmd áætlana og að þær séu kynntar foreldrum. Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra til skólastjórnenda og fræðsluráðs. Starfa með skólastjóra að hagsmunum barnanna og leikskólans.
Starfandi foreldraráð 2020-2021 er skipað eftirfarandi foreldrum:
Ágústu Hrönn Kristinsdóttur
Jóni Þór Sigurðssyni
Þórdísi Huld Vignisdóttur