Kiðagil var tekið í notkun 14. september árið 1995. Aðsetur skólans er við Kiðagil 9 í Giljahverfi og er grunnskólinn Giljaskóli okkar nágranna skóli. Kiðagil er 649 fermetrar að flatarmáli og er leikrými skólans reiknað sem 292 fermetrar. Á Kiðagili eru fjórar deildir og bera þær allar blómanöfn.
Deildirnar eru:
Engjarós sem er ætluð fyrir elsta árgang.
Smári sem er ætlaður fyrir næst elsta árgang.
Sóley sem ætluð er fyrir næst yngsta árgang.
Gleym-mér-ei sem ætluð er fyrir yngsta árgang.
Biðlisti ræður þvi hvort deildirnar eru aldurshreinar.

Kiðagil er opið frá kl. 7:45-16:15 og eru nemendur með vistun frá 4 tímum og upp í 8,5 tíma. Skólinn reynir að koma til móts við þarfir foreldra varðandi vistunartíma en ekki er víst að það sé hægt í öllum tilvikum. Mikilvægt er að foreldrar virði þann vistunartíma sem um er samið á hverjum tíma.


© 2016 - 2024 Karellen