Kiðagil var tekið í notkun 14. september 1995. Aðsetur skólans er við Kiðagil 9 í Giljahverfi og er grunnskólinn Giljaskóli okkar nágranna skóli. Kiðagil er 649 fermetrar að flatarmáli og er leikrými skólans reiknað sem 292 fermetrar. Á Kiðagili eru fjórar deildir og bera þær allar blómanöfn. En þær eru Engjarós sem er ætluð fyrir elsta árgang, Smári sem er ætlaður fyrir næst elsta árgang, Sóley sem ætluð er fyrir næst yngsta árgang og Gleym mér ei sem ætluð er fyrir yngsta árgang. Biðlisti ræður þvi hvort deildirnar eru aldurshreinar.

Kiðagil er opið frá 7:45-16:15 og eru nemendur frá 4 tímum og upp í 8,5 tíma vistun. Skólinn reynir að koma til móts við þarfir foreldra varðandi vistunartíma en ekki er víst að það sé hægt í öllum tilvikum. Mikilvægt er að foreldrar virði þann vistunartíma sem um er samið á hverjum tíma.


© 2016 - 2020 Karellen