news

Appelsínugul viðvörun í dag

08. 01. 2020

Sælir foreldrar,

Þessi tilkynning var að berast frá Fræðslusviði:

Komin er appelsínugul viðvörun fyrir Norðurland eystra. Eftir samtal við lögreglu / almannavarnir þá teljum við ástæðu til að upplýsa um að skv. veðurspá þá gengur yfir okkar svæði hvellur með vestan og suðvestan vindi um 20 m/s og talsverðri úrkomu á bilinu 11 til 14 í dag. Búast má við samgöngutruflunum og börn ættu ekki að vera ein á áferli meðan tvísýnt er. Þar sem spáin gefur til kynna að áhlaupið verði afmarkað og standi stutt yfir þá er ekki talin ástæða til að aflýsa skólastarfi. Hinsvegar verður hver skóli að upplýsa foreldra um stöðu mála og sérstaklega um skólalok og heimferð barna.

Við biðjum ykkur að vera viðbúin þessum veðurhvelli og gera ráðstafanir. Skólinn er ekki lokaður, enda á þetta að vera gengið yfir í lok dags. Ef þið sem eruð með börn í styttri viðveru lendið í vandræðum með að sækja börnin, þá hafið bara samband við okkur... tökum bara stöðuna þegar að þessu kemur J

Dear parents,

This announcement was received from the Education Department:

Orange warning has been issued for the North East. After a conversation with the police / civil defense, we consider a reason to state that according to weather forecast, our area has a strong wind, with west and southwest winds of 20 m / s and considerable snow/rain between 11:00 and 14:00 today. Transport problems can be expected, and children should not be alone outside. Since the forecast indicates that this will be a specified time and short-lived, there is no reason to cancel schooling. However, each school must inform parents about the state of affairs and especially about school completion and home going of children.

We ask that you be prepared for this weather and take action. The school is not closed, as this weather should be over at the end of the day. If you who have children in short attendance do have trouble picking up the kids, just contact us ... we will look into this matter as it unfolds J

Bestu kveðjur,

Best regards,

Inda Björk Gunnarsdóttir, skólastjóri

© 2016 - 2020 Karellen