news

Blár dagur

03. 04. 2020

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er 2. apríl ár hvert og þá klæðast allir bláu. Við í leikskólanum vorum með bláan dag í dag, föstudag og mættu þá allir í einhverju bláu, t.d. bláum buxum, sokkum eða peysum. Við á Engjarós ákváðum að gera þessa fallegu fugla í dag og skreyta þá í bláum lit í tilefni dagsins. Þar náðum við að slá saman sköpunargáfu, fínhreyfingum við að klippa, hugmyndaflug og ræða um hve ólík við erum.

© 2016 - 2020 Karellen