news

Göngutúrar í hverfinu

26. 03. 2020

Nemendur á Engjarós hafa verið dugleg að fara í gönguferðir um hverfið undanfarna daga. Við höfum farið að klifra í snjóruðningum sem nóg er af og til að efla hreyfifærni okkar og hugrekki, við höfum farið í Vættargilsbrekkuna að renna okkur, farið á leikvelli og skoðað ýmsilegt á leið okkar. Í gær fóru hóparnir út og tók annar hópurinn með sér pappír og vaxliti, klifraði upp á snjóruðning og teiknaði það sem fyrir augum bar. Hinn hópurinn fór með vatnsliti og pappír og málaði vormyndi úti í vorblíðunni.


© 2016 - 2020 Karellen