news

Íslandskort-Engjarós

17. 04. 2020

Í dag gerðu hóparnir á Engjarós Íslandskort og var þar m.a. fléttað saman landafræði, upplýsingatækni, skrift, lestri, fínhreyfingum, staðháttum, áttum og fleira. Búið var að draga upp útlínur Íslands, klippa það út og líma á karton. Þá litaði annar hópurinn sjóinn í kringum landið og hinn hópurinn litaði landið. Þau klipptu svo út renninga með staðarheitum á og lituðu. Svo skoðuðu þau alvöru Íslandskort og settu inn jökla, firði og fleiri staði á kortið. Þá fengu þau að skoða myndir af stöðum sem þau nefndu í spjaldtölvu hjá kennara. Aldeilis skemmtilegt og fræðandi verkefni.

© 2016 - 2020 Karellen