news

Vorið er komið

21. 04. 2020

Í dag fóru nokkrar stúlkur á Engjarós í göngutúr í blíðunni á meðan drengirnir útbjuggu óvæntan glaðning handa þeim í tilefni Yngismeyjardagsins. Þær byrjuðu á að teikna skuggamyndir af dýrum á blað. Það var vandasamt að átta sig á að skyggja ekki á sólina því þá hvarf skugginn af dýrunum. Þá löbbuðum við í skóginn fyrir neðan Hlíðarbraut og ákváðum að kíkja á hvernig vorið er að vakna. Við lögðumst niður, lokuðum augum, tókum léttar öndunaræfingar og hlustuðum á fallegan fuglasöng í góða stund og létum sólina hita kinnar okkar. Eftir ágætis slökun héldum við áfram og fórum að fylgjast með fuglum í trjánum, kíktum á brumið sem er að koma og tókum líka eftir fjölda greina sem hafa brotnað eftir óveðrið í vetur. Þegar lengra var haldið sáum við hvar maður með sög var að saga af brotnar greinar og vörubíll að taka greinarnar. Eftir það héldum við áfram "heim" í leikskólann. Já mikið var rætt, rætt um vorið, fuglana, hjól og hjálma.© 2016 - 2020 Karellen