Í desembermánuðinum munum við vera með dagatal á deildinni og vera með ýmsar uppákomur. Fyrsta sem við gerðum var að fara í strætóferð að skoða jólaljós. Við fórum í miðbæinn og skoðuðum jólatréð og jólaköttinn. Tókum síðan gönguferð um bæinn og sáum grýlu ...
Í dag var tilraun í dagatalinu okkar. Vísinda Linda var ekki lengi að galdra fram regnbogamjólk sem öllum fannst mjög spennandi :) En til þess þurfti mjólk, matarlit og uppþvottalög. Um leið og uppþvottalögurinn kom í mjólkina og litina þá fóru þeir á fleygi ferð ;)
...
Lubbi, læsishundurinn okkar, varð 13 ára í gær á Degi íslenskrar tungu. Í tilefni dagsins fengu Lubbar deildarinnar afmæliskórónu, afmælissöng og svo fengu þeir að sitja með okkur við hádegisborðið. Þá fékk stóri Lubbi bein til að naga og að sjálfsögðu var það uppá...
Við gerðum tilraun eftir morgunfundinn í morgunn, tilraunin heitir ,,dansandi rúsínur" en við vorum að ath hvort að rúsínur geta ,,dansað" í venjulegu vatni og svo sódavatni. En í venjulegu vatni þá lögðust þær allar bara beint á botninn, en í sódavatninu þá ,,dönsuðu" ...
Lubbi kenndi okkur stafinn Ú/ú í þessari viku, í tilefni af því þá skelltum við okkur út með vatnsliti og gerðum okkur listaverk í snjóinn ;) okkar fólki fannst mjög skemmtilegt að fá að mála úti ;)
...
Fyrsti alvöru snjórinn var mættur í morgunn þegar allir komu í leikskólann :) því var heldur betur kátína hjá okkar fólki að komast út í snjóinn - við sóttum okkur þoturassa og rendum okkur í brekkunni ásamt því að búa til snjóbolta og auðvitað smakka aðeins á snjó...