news

Engjarós - Jólasveinar, jólaball og jólamatur

19. 12. 2023

Á föstudaginn 15. des var mikil jólastemning í leikskólanum. Við byrjuðum á að fá jólasveina í heimsókn til okkar sem sungu með okkur nokkur jólalög og gáfu börnunum gjafir. Síðan um miðjan morgun fórum við út og héldum smá jólaball. Dönsuðum aðeins í kringum jólatréið og lékum okkur úti. Í hádeginum var siðan jólamatur sem var hamborgarahryggur með kartöflum og sósu og svo var hægt að fá sér rauðbeður eða súra gúrku. Í eftirrétt var niðursoðnir ávextir með rjóma.

© 2016 - 2024 Karellen