news

Engjarós: Málhljóðið P

25. 01. 2022

Í þessari viku er málhljóðið P. Við lásum söguna um P í bókinni um Lubba, lærðum táknið og sungum lagið. Þá fundum við fullt af orðum sem byrja á P, æfðum okkur að skrifa stafinn og svo bjuggum við til okkar eigin pizzu úr pappa og ýmsum verðlausum efnivið. Nemendurnir fengu blað með hring á og svo áttu þau að teikna pizzusneiðar inn í hringinn. Til þess máttu þau nota reglustiku eða teikna sjálf. Síðan þurfti að skreyta pizzuna og var notaður til þess ýmis verðlaus efniviður. Mjög skemmtilegt að sjá hvernig þau skreyttu, ýmist eftir litum, formum, alla sneiðina eða bara endann. Skemmtilegt verkefni sem kom m.a. inn á stærðfræði, ritun, fjölda, læsi og fleiri þætti.

© 2016 - 2024 Karellen