news

Smári - rafmagnslaus dagur

07. 01. 2022

Rafmagnslausi dagurinn var í dag föstudag. Börnin léku sér með vasaljósið fram að samveru og voru að prófa að gera skugga af ýmsu dóti, lýsa í gegnum rör og fleira. Aðrir fóru svo að leika sér með dót og var vasaljósið hluti af leiknum. Í samveru fyrir útiveru vorum við að leika okkur með að kveikja og slökkva á ljósinu og sjá muninn. Einnig vorum við að lýsa inn í miðjuna og upp í loftið og sjá munin á því. Kennari náði í plastbolta og létum við boltana á ljósin okkar og sungum eitt lag. Annar kennari náði í kubb og lét ljósið lýsa i gegnum kubbinn og þá varð hluti af umhverfinu bleikt. Börnin skemmtu sér mjög vel við að vera með vasaljós.

© 2016 - 2022 Karellen