news

Smári: Bakstur fyrir afa- og ömmukaffi

15. 02. 2023

Á föstudaginn bjóða nemendur á Kiðagili öfum sínum ömmu í kaffi. Og þegar maður fær gesti þarf að undirbúa fyrir það og í dag vorum nemendur á Smára að baka stafakleinur. Við fengum kleinudeig sem Hildur og Selma í eldhúsinu voru búnar að útbúa, tókum stafaform og stungum út stafi úr deiginu. Það var mikil gleði og kátína að finna sinn staf og gera og góð umræða átti sér stað um stafi, hver ætti hvaða staf, hvað stafirnir heita og segja og fleira. Mikið sem það verður svo gaman á föstudaginn að gæða sér á þessum dýrindis stafakleinum :)

© 2016 - 2024 Karellen