news

Smári: Barnasáttmálinn

26. 04. 2023

Í vetur höfum við verið að vinna að innleiðingu að Barnasáttmálanum. Við höfum verið að æfa okkur og gera ýmiskonar verkefni tengd réttindum barna eins og t.d. rætt um ólíkar fjölskyldur, rétt barna á að ganga í skóla og að um þau sé hugsað, rætt um vináttu og fleira. Í vikunni vorum við að æfa okkur að segja frá og að hlusta á þann sem er að segja frá. Við skoðuðum allskonar myndir og bjuggum svo saman til sögu við myndina þar sem allir fengu að segja og búa hana til. Þannig varð til hin skemmtilegasta saga.

© 2016 - 2023 Karellen