news

Smári: Ferð á Minjasafnið

15. 12. 2022

Í viðburðardagatalinu í dag var strætóferð í jólaheimsókn á Minjasafnið. Þar tóku á móti okkur Ragna og Þórgunnur. Við byrjuðum á að kíkja í Minjasafnskirkjuna. Þar kveikti Þórgunnur á kertum á gömlu jólatré og talaði um ljósið og hér áður fyrr hafi ekki verið til rafmagn og því hafi verið lifandi kerti á jólatrjánum. Huggulegt að sitja saman í myrkrinu.

Því næst fórum við yfir í Nonnahús. Þar skoðuðum við gamalt jólaskraut: jólakúlur, jólasveina, jóladagatal og fleira. Þá fengum við að fara upp á loftið í Nonnahúsi en stiginn þar upp er mjög brattur og því þurftu allir að vanda sig að fara bæði upp og niður. Við fengum líka að finna lykt af jólunum en þær stöllur voru með allskonar lykt í krukkum, eins og t.d. sápu, kúmen, kanilstöng og fleira. Eftir góða stund fórum við út og lékum aðeins í snjónum í garðinum við safnið áður en við héldum heim í leikskólann með strætó.

© 2016 - 2024 Karellen