news

Smári: Heimsókn Í Húna II

16. 03. 2023

Í dag fóru nemendur á Smára og skoðuðu eikarbátinn Húna II. Í þemanu okkar þessa vikuna höfum við verið að vinna með báta og skip, höfum skoðað myndir af skipum, búið til báta og sungið um báta. Því þótti okkur svo tilvalið að fara í heimsókn og skoða bát. Við fórum með strætó niður á Eyri og röltum að Húna þar sem Steini og félagar tóku á móti okkur. Við fórum um borð í Húna, fengum að fara niður bratta stiga, niður í lestina, skoðuðum kaffistofuna, kíktum á vélarrúmið og fengum að fara upp í stýrishúsið. Við enduðum svo á að syngja lag um hafið fyrir þá félaga. Takk kærlega fyrir að taka á móti okkur kæru Húnavinir.


© 2016 - 2024 Karellen