news

Smári: Jarðtenging

05. 06. 2023

Við höfum notið sumarblíðunnar undanfarnda daga, leikið mikið úti, fært dót og verkefni út og notið þess að geta hlaupið út á peysu og strigaskóm. Í síðustu viku ákváðum við að jarðtengja okkur, þ.e. að vera berfætt og njóta þess að komast í beina snertingu við náttúruna og mismunandi undirlag. Við fórum úr skóm og sokkum og lékum okkur berfætt á útisvæðinu. Við hlupum og löbbuðum í grasinu, prófuðum að ganga á gangstéttinni og í sandinum og lékum í kastalanum og í rólunum. Við ræddum um mismunandi undirlag og t.d. var stéttin heit eftir sólina og grasið kitlaði. Góð jarðtenging í blíðunni.

© 2016 - 2023 Karellen