news

Smári: Litli plokkdagurinn

04. 05. 2023

Við vorum með okkar Litla plokkadag á þriðjudaginn en Stóri plokkdagurinn var á sunnudaginn þar sem landsfólk var hvatt til að fara út og hreinsa til í sínu nánasta umhverfi og á opnum svæðum. Við fórum aðeins í kringum leikskólann okkar og tíndum það rusl sem við sáum. Tókum svo rölt um hverfið og plokkuðum upp það sem við sáum. Veðrið lék við okkur þannig að við héldum áfram upp á leikvöllinn við Miklagil og þaðan uppá svæðið fyrir ofan Vættagil. Við nýttum tækifærið og hlustuðum eftir fuglasöng, sáum hvernig gróðurinn er að vakna, rifjuðum upp heitin á fjöllunum í kring og skoðuðum tré sem voru jafnstór og við, minni og stærri. Mjög góður göngutúr og árángurssríkur plokkdagur.

© 2016 - 2023 Karellen