news

Smári: Þrettándinn og rafmagnslaus dagur

09. 01. 2023

Gleðilegt nýtt ár!!!

Á föstudaginn var þrettándinn og við kvöddum jólin. Inda, skólastjóri, fór með nokkrar tertur á Rauðasvæði og kveikti á þeim þar á meðan við stóðum örugg í gluggunum og horfðum á. Mikil gleði.

Á föstudaginn var líka rafmagnslaus dagur hjá okkur. Nemendur fengu vasaljós hér í leikskólanum og léku með þau fram á daginn. Við lékum okkur með ljós og skugga, sáum hvernig stafir og dýr minnkuðu eða stækkuðu allt eftir því hvernig ljósið skein á það, gerðum skuggamyndir og fleira. Ræddum líka um hvernig það er að hafa myrkur og að ekki hafi verið til rafmagn hér áður fyrr.


© 2016 - 2023 Karellen