news

Sóley; Vetrarleikar. Sóley í ferð að renna sér

13. 01. 2022


Á seinni degi vetrarleikanna fóru allir á Sóley í gönguferð og fundu þessa fínu brekku til að renna sér í. En því miður var svo mikill vindur að við gátum ekki tekið þotur með okkur. En það verður gert seinna í góðu veðri. En allir skemmtu sér mjög vel við að renna á rassinum eða maganum og príla upp aftur. Svo fengu allir kakó og kringlur úti og öllum varð mjög kalt á puttunum :) en það hlýnaði nú fljótt aftur þegar vettlingarnir voru komnir á sinn stað aftur. Skemmtileg ferð með frábærum snillingum.

© 2016 - 2022 Karellen