news

Vetrarstarfið er hafið

05. 09. 2023

Í þessari viku byrjaði vetrarstarfið hjá okkur. Við byrjum haustið á bókaviku, bæði í tilefni af Degi læsis sem er þann 8. september og líka til að minna á mikilvægi lesturs fyrir og með börnum. Nemendur mega koma með bækur í leikskólann sem við skoðum og lesum hér og svo hvetjum við til lesturs heima. Í þessari viku byrjar líka þemastarf á öllum deildum og læsisstundir hefjast einnig þar sem farið er yfir málhljóð vikunnar og unnin verkefni tengd því hljóði. Vettvangsferðir og fimleikasalur verða á sínum stað, sem og ýmsar uppákomur á föstudögum. Við hlökkum sannarlega til vetursins og hlökkum til að spinna nýjan vef í þekkingu og reynslu barnanna ykkar.

© 2016 - 2023 Karellen