Leikskólinn Kiðagil er rekinn af Akureyrarbæ. Nánari upplýsingar um leikskóla Akureyrar eru hér.

Leikskólarnir á Akureyri heyra undir fræðslusvið.

Akureyrarbær rekur 9 leikskóla. Auk þess styrkir bærinn einn einkarekinn leikskóla.

Allir leikskólarnir bjóða upp á 4,0-8,5 tíma dvöl. Almennt eru leikskólarnir opnir frá 7:45-16:15. Leikskólarnir eru lokaðir í fjórar vikur yfir sumarið.

Leikskólar bæjarins eru ekki hverfaskiptir og er helsta ástæða sú að leikskólarnir byggja á mismunandi uppeldisstefnum og því talið nauðsynlegt að foreldrar velji þá skólastefnu sem þeim finnst henta best sínum uppeldisaðferðum. Sjá nánar í bæklingi um leikskólaval.


© 2016 - 2024 Karellen