news

Barnamenningarhátíð

11. 04. 2022

Nú á vorönninni hafa nemendur á Smára og Engjarós verið að vinna að verkefni um Akureyri, bæinn sinn. Nemendur á Smára fóru í sitt nánasta umhverfi og tóku ljósmynd af því sem þeim fannst áhugavert og fékk hver nemandi að taka fimm myndir. Þá gerði hver hópur, en þeir eru alls þrír, byggðamerki Akureyrarbæjar úr pappamassa.

Nemendur á Engjarós fóru í ráðhúsið í heimsókn til Ásthildar bæjarstjóra og spurðu hana nokkurra spurninga sem þau höfðu búið til. Eftir heimsóknina teiknuðu þeir mynd af Ásthildi og vatnslituðu. Þá hafa nemendur á Engjarós einnig útbúið ráðhúsið úr mjólkurkössum og ýmsum öðrum endurnýtanlegum efnivið.

Þessi verkefni eru nú til sýnis í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð og mun hún vera þar út apríl. Verkefnið hlaut styrkt úr Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar og tekur þátt í Barnamenningarhátíð á Akureyri. Við hvetjum ykkur öll til að gera ykkur ferð í Sunnuhlíð og skoða þessa frábæru sýningu.

© 2016 - 2024 Karellen