news

Engjarós: Heimsókn til bæjarstjórans

10. 03. 2022

Í vikunni fóru nemendur á Engjarós í heimsókn í ráðhúsið til Ásthildar bæjarstjóra. Okkur var boðið í fundarherbergið á 1. hæðinni þar sem allir fengu að setjast í skrifstofustóla og börnin spurðu svo Ásthildi nokkurra spurninga sem þau voru búin að undirbúa fyrir hana. Þetta var vel lukkuð heimsókn og vel var tekið á móti okkur. Í dag voru nemendur að teikna mynd af Ásthildi en þær verða sýndar á Barnamenningarhátíð hér á Akureyri í apríl en við vorum svo heppin að fá styrk frá Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar. Hér er frétt um ferðina https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorinn-...

© 2016 - 2023 Karellen