news

Engjarós: Jólaljósagönguferð í hverfinu

15. 12. 2021

Í viðburðardagatalinu í dag kom upp gönguferð um hverfið að skoða jólaljós og fá kakó og smákökur. Við fórum í góðan göngutúr um hverfið, skoðuðum jólaljós, form, töldum stjörnur og blóm í gluggum, skoðuðum mismunandi lit á jólaljósum, stærðir og fleira. Á einum stað í hverfinu var fallega skreyttur garður með hreindýrum, pökkum, lest, ljós í trjánum og stöldruðum við lengi við þar og dáðumst að dýrðinni. Á öðrum stað var greintré með blikkandi ljósum og horfðum við lengi á það og hvernig litirnir breyttust. Við fórum svo á leikvöllinn við Merkigil og fengum okkur kakó og smákökur. Á leiðinni tilbaka í leikskólann sáum við einmana grenitré og ákváðum við að dansa í kringum það og syngja. Mjög ánægjuleg og góð ferð.


© 2016 - 2024 Karellen